Shaq handboltans ánægður með athyglina: „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi var valinn maður leiksins gegn Barein í fyrradag. Hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum. epa/Mohamed Abd El Ghany Fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta í Egyptalandi þekktu eflaust fáir hvorki haus né sporð á línumanninum Gauthier Mvumbi. Hann hefur hins vegar orðið ein af stjörnum HM. Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0. HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0.
HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti