Bæði eitt versta og besta ár lífsins Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Bolli er stóran hluta ársins í Japan. Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni. „Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Sjá meira
„Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“