„Verður erfitt að sofna í kvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 16:24 Elliði Snær Viðarsson með gott tak á Andy Schmid í dag. EPA-EFE/URS FLUEELER „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05
Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti