„Verður erfitt að sofna í kvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 16:24 Elliði Snær Viðarsson með gott tak á Andy Schmid í dag. EPA-EFE/URS FLUEELER „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05
Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00