Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 16:13 Michelle Ballarin, eigandi USAerospace. Vísir/Baldur Hrafnkell USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni. WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni.
WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira