„Lýðræðið hefur sigrað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 17:46 Joe Biden flutti sína fyrstu ræðu eftir að taka við embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna. EPA/ERIN SCHAFF „Þetta er dagur Ameríku. Þetta er dagur lýðræðis. Dagur sögunnar og vonar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, við upphaf fyrstu ræðu sinnar eftir að hann sór formlega eið að embættinu við hátíðlega athöfn í dag. „Í dag fögnum við sigri, ekki sigri frambjóðenda, heldur sigri málstaðar. Málstaðar lýðræðis,“ sagði forsetinn ennfremur. „Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“ Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
„Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira