Biden og Harris taka við embætti: Dagurinn í myndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2021 00:34 Kamala Harris er fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að verða varaforseti. Á þessari mynd frá þessum sögulega degi má sjá hvar Kamala Harris knúsar litla frænku sína sem heitir Amara. Amara líkt og svo margar aðrar ungar stelpur í Bandaríkjunum og víðar um heimin á eflaust eftir að líta á frænku sína sem mikla fyrirmynd og brautryðjanda. Getty/Mark Makela Fánar blöktu þar sem venjulega stendur fólk, þjóðvarðliðar í þúsundatali gengu fylktu liði um Washington-borg og fráfarandi forseti var ekki viðstaddur þegar nýr forseti tók við embætti Bandaríkjaforseta í dag. Dagurinn var fyrir margar sakir sögulegur, ekki hvað síst vegna þess að í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna er kona orðin varaforseti. Joe Biden og Kamala Harris tóku við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, sléttum tveimur vikum eftir að ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum, en innsetningarathöfnin fór fram á sömu tröppum og þúsundir mótmælenda, eða öllu heldur æstur múgur, kom saman fyrir hálfum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir embættistöku þeirra. Athöfnin gekk þó að mestu snuðrulaust fyrir sig en svipmyndir frá þessum sögulega degi má finna hér að neðan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir líklegast komið saman í hjarta Washington DC til þess að fylgjast með athöfninni. Í ljósi kórónuveirufaraldursins og gríðarlega hertra öryggisaðgerða var svo þó ekki en þess í stað var þúsundum fána komið fyrir í staðinn.Getty/Stephanie Keith Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Washington nokkuð snemma í morgun og héldu til Palm Beach á Flórída, vel áður en innsetningarathöfnin hófst.Getty/Noam Galai Joe Biden og Barack Obama heilsuðust að góðra vina sið er þeir voru báðir mættir til athafnarinnar. Biden var varaforseti í tíð Obama-stjórnarinnar.Getty/Kevin Dietsch Það var vart þverfótað fyrir þjóðvarliðum sem stóðu vörð víðsvegar um borgina.Getty/Erin Schaff Söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun við athöfnina og vakti mikla lukku. Sjálf styður hún forsetann og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Getty/Kevin Dietsch Kamala Harris sór embættiseið og varð þar með fyrst kvenna í sögunni til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Þótt nokkur hópur fólks hafi verið viðstaddur innsetninguna í dag var það ekkert í líkingu við það sem venjulega er. Flestir ef ekki allir báru grímu og reynt að tryggja fjarlægðarmörk.Getty/Greg Nash Þá sór Joe Biden embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Forsetinn smellti síðan eldheitum kossi á sína heittelskuðu, forsetafrúna Jill Biden. Getty/Saul Loeb Biden og Harris hyggjast sem teymi leiða Bandaríkin næstu fjögur árin.Getty/Kevin Dietsch Nokkru eftir að athöfninni lauk fór fram heljarinnar skrúðganga, þó fámennari en venjulega, þar sem lúðrasveit og hermenn, auk þeirra Biden og Harris, voru meðal þátttakenda.Getty/Patrick Smith Biden kastaði kveðju á fjölmiðlafólk og á Muriel Bowser, borgarstjóra Washington DC, sem hann gekk ásamt fjölskyldu sinni síðasta spölin niður Pennsylvania Avenue og í átt að Hvíta húsinu.Getty/Doug Mills Jill og Joe Biden mætt á tröppur Hvíta hússins. Getty/Alex Brandon Kamala Harris gekk einnig síðasta spöl skrúðgöngunnar ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff og litlu frænku sinni sem heitir Amara.Vísir/Drew Angerer Joe Biden var ekki lengi að koma sér að verki eftir að hann var mættur í Hvíta húsið og hófst þegar handa við að undirrita forsetatilskipanir sem sjá má í bunkanum á skrifborði hans. Meðal annars undirritaði hann tilskipun sem kveður á um að Bandaríkin muni aftur gerast aðilar að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Það er ekki eina ákvörðun forvera hans í embætti sem Biden hyggst hnekkja nú þegar hann hefur tekið við valdamesta embætti Bandaríkjanna.Getty/Chip Somodevilla Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Joe Biden og Kamala Harris tóku við embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, sléttum tveimur vikum eftir að ráðist var á þinghúsið í Bandaríkjunum, en innsetningarathöfnin fór fram á sömu tröppum og þúsundir mótmælenda, eða öllu heldur æstur múgur, kom saman fyrir hálfum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir embættistöku þeirra. Athöfnin gekk þó að mestu snuðrulaust fyrir sig en svipmyndir frá þessum sögulega degi má finna hér að neðan. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir líklegast komið saman í hjarta Washington DC til þess að fylgjast með athöfninni. Í ljósi kórónuveirufaraldursins og gríðarlega hertra öryggisaðgerða var svo þó ekki en þess í stað var þúsundum fána komið fyrir í staðinn.Getty/Stephanie Keith Donald Trump og eiginkona hans Melania yfirgáfu Washington nokkuð snemma í morgun og héldu til Palm Beach á Flórída, vel áður en innsetningarathöfnin hófst.Getty/Noam Galai Joe Biden og Barack Obama heilsuðust að góðra vina sið er þeir voru báðir mættir til athafnarinnar. Biden var varaforseti í tíð Obama-stjórnarinnar.Getty/Kevin Dietsch Það var vart þverfótað fyrir þjóðvarliðum sem stóðu vörð víðsvegar um borgina.Getty/Erin Schaff Söngkonan og Grammy-verðlaunahafinn Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun við athöfnina og vakti mikla lukku. Sjálf styður hún forsetann og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Getty/Kevin Dietsch Kamala Harris sór embættiseið og varð þar með fyrst kvenna í sögunni til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Þótt nokkur hópur fólks hafi verið viðstaddur innsetninguna í dag var það ekkert í líkingu við það sem venjulega er. Flestir ef ekki allir báru grímu og reynt að tryggja fjarlægðarmörk.Getty/Greg Nash Þá sór Joe Biden embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Getty/Saul Loeb Forsetinn smellti síðan eldheitum kossi á sína heittelskuðu, forsetafrúna Jill Biden. Getty/Saul Loeb Biden og Harris hyggjast sem teymi leiða Bandaríkin næstu fjögur árin.Getty/Kevin Dietsch Nokkru eftir að athöfninni lauk fór fram heljarinnar skrúðganga, þó fámennari en venjulega, þar sem lúðrasveit og hermenn, auk þeirra Biden og Harris, voru meðal þátttakenda.Getty/Patrick Smith Biden kastaði kveðju á fjölmiðlafólk og á Muriel Bowser, borgarstjóra Washington DC, sem hann gekk ásamt fjölskyldu sinni síðasta spölin niður Pennsylvania Avenue og í átt að Hvíta húsinu.Getty/Doug Mills Jill og Joe Biden mætt á tröppur Hvíta hússins. Getty/Alex Brandon Kamala Harris gekk einnig síðasta spöl skrúðgöngunnar ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff og litlu frænku sinni sem heitir Amara.Vísir/Drew Angerer Joe Biden var ekki lengi að koma sér að verki eftir að hann var mættur í Hvíta húsið og hófst þegar handa við að undirrita forsetatilskipanir sem sjá má í bunkanum á skrifborði hans. Meðal annars undirritaði hann tilskipun sem kveður á um að Bandaríkin muni aftur gerast aðilar að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Það er ekki eina ákvörðun forvera hans í embætti sem Biden hyggst hnekkja nú þegar hann hefur tekið við valdamesta embætti Bandaríkjanna.Getty/Chip Somodevilla
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira