Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2021 07:00 Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark. Vísir/Vilhelm „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Klara hefur riðið á vaðið sjálf í atvinnuleit og í ljósi þess að nú eru þúsundir einstaklinga í atvinnuleit á Íslandi, fáum við að heyra sögu Klöru og hvaða ráð hún gefur fólki sem nú er án atvinnu. Alltaf tekið sénsinn á „Nei-inu“ Klara er 36 ára gömul og býr í Mosfellsbæ, ásamt fjögurra ára gömlum syni sínum og þremur hundum. Klara kláraði stúdentsprófið fyrir tveimur árum en var fyrir þann tíma búin að læra ýmislegt. Til dæmis er hún viðurkenndur bókari og er búin með hálfa BA gráðu í ensku. Í það háskólanám komst hún í á undanþágu vegna ferilskráar sinnar. Eins og áður sagði er Klara framkvæmdastjóri Petmark en samhliða því starfi er hún í viðskiptafræðinámi á Bifröst. Í því námi byrjaði hún haustið 2019 og stefnir á útskrift 2022. Tímabilið 2010-2016 starfaði Klara hjá Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ). Frá árinu 2016 hefur hún starfað hjá Petmark. Bæði störfin hefur Klara fengið í kjölfar þess að hafa haft samband sjálf við fyrrgreinda aðila. Frumkvæði Klöru hefur komið henni langt í starfi og aldrei að vita nema saga hennar gefi fólki sem nú er í atvinnuleit innblástur og hugmyndir.Vísir/Vilhelm Atvinnuleitin 2010: „Nei“ breytist í „Já“ „Ég hef alltaf verið til í að taka sénsinn á „Nei-inu. Árið 2010 gekk ég inn á skrifstofu Hundaræktarfélagsins til þáverandi framkvæmdastjóra með ferilskránna mína og sagði henni að ég yrði frábær starfsmaður fyrir félagið og ætlaði hreinlega að vinna fyrir félagið fyrr eða síðar,“ segir Klara. „Ég var í öðru starfi á þessum tíma en þarna var starf sem mig virkilega langaði í svo ég mætti með ferilskrá og lista meðmælenda sem framkvæmdastjórinn þekkti til og lét þarna vita af mér.“ Ekki kom þó til ráðningar á þessum tíma en Klara fékk að skilja eftir ferilskránna sína og hlaut þakkir fyrir umsóknina sína um starf sem hafði ekki verið auglýst og var reyndar mannað. Nokkrum mánuðum síðar sem ég fékk símtal um hvort ég hefði ekki enn áhuga á starfinu þar sem starfið væri nú laust. Að sjálfsögðu stökk ég á tækifærið án þess að hika þrátt fyrir að hafa verið í starfi á þessum tíma sem ég var ánægð í.“ Atvinnuleitin 2016: Endaði sem framkvæmdastjóri „Árið 2016 var taldi ég mig vera búna að læra það sem ég gæti af starfinu hjá HRFÍ og meðfram því að taka viðurkennda bókarann í fæðingarorlofi sem ég var í það ár var ég aðeins farin að spá í því hvað mig langaði til að gera en ekki farin að sækja um störf,“ segir Klara og bætir við: „Ég rakst þá á auglýsingu þar sem verið var að kynna að gæludýrafóðrið Eukanuba væri nú aftur fáanlegt á Íslandi. Merkið kannaðist ég við erlendis frá en ekki umboðsaðilann Petmark.“ Og þar með kviknaði hugmyndin. „Ég ákvað að þetta væri eitthvað sem væri tilvalið fyrir mig að skoða frekar enda safnað ansi vel í reynslubankann þegar kom að heilsufari gæludýra, ræktun og næringu og sendi tölvupóst á innflytjandann og kynnti mig stuttlega og spurði hvort ekki vantaði manneskju í kynningarstarf á vörumerkinu. Innan við klukkutíma síðar kom svar þar sem ég var boðuð á fund með eigendum Petmark og í kjölfarið boðið hlutastarf vörumerkjastjóra meðfram fæðingarorlofinu og frágangi verkefna fyrir HRFÍ. Það kom svo í ljós að eigendurnir höfðu rætt sín á milli dagana áður en ég sendi póstinn hvort gæti borgað sig að fá inn nýja manneskju fyrir þetta vörumerki en höfðu ekki hugmynd um hvern. Staðan varð að fullu starfi um leið og sonurinn komst svo að hjá dagmömmu,“ segir Klara. Petmark er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum í gæludýravörum fyrir sérverslanir, stórmarkaði og dýralækna. Að sögn Klöru hjálpaði það til að fyrirtækið er lítið. „Vegna þess hvað fyrirtækið var smátt og stjórnendur opnir fékk ég tækifæri til þess að prófa mig áfram í markaðssetningu vörumerkja innan fyrirtækisins og varð fyrir tveimur árum gerð að markaðsstjóra. Og svo í miðri fyrstu bylgju Covid var ég gerð að framkvæmdastjóra,“ segir Klara. Hún segir fyrirtækið í hröðum vexti og gott teymi starfsfólks nái að fylgja eftir þeim vexti vel. „Allir leggja sig fram við að ná þeim markmiðum sem eru sett og eigendur sem veita starfsmönnum mikið frelsi til þess að fara eigin leiðir að settu marki.“ Árið 2016 hafði Klara samband við lítið fjölskyldufyrirtæki sem hún þekkti ekki. Hún stakk upp á því að fyrirtækið myndi ráða hana í starf vörumerkjastjóra. Síðar var hún gerð að markaðstjóra og árið 2020 að framkvæmdastjóra fyrirtækisins.Vísir/Vilhelm Að setja sér markmið En hvaða ráð getur þú gefið öðru fólki sem nú er í atvinnuleit og myndi kannski vilja prófa að taka af skarið og sækja um óauglýst störf? Góð ferilskrá ásamt umsagnaraðilum kemur manni ótrúlega langt og ekki síður ef hægt er að finna umsagnaraðila í tengdum geira eða sem framkvæmdastjórinn eða mannauðsstjórinn kannast við. Að safna þekkingu á meðan beðið er eftir rétta starfinu er ótrúlega sterkur leikur; nám, námskeið, fyrirlestrar, kynningar, podcöst, allt sýnir þetta fram á áhuga á sviðinu sem maður vill vinna á.“ Þá segir Klara það hjálpa mikið að setja sér markmið en þar nýtir hún sér að hafa lært bæði markmiðasetningu og tímastjórnun. „Ég hef síðustu tíu árin sett mér markmið bæði til lengri og skemmri tíma. Ég set fimm ára markmið, almenn ársmarkmið sem og sérhæfðari ársmarkmið,“ segir Klara. Sem dæmi segir Klara vinnutengd markmið geta verið til dæmis að ná söluaukningu. Í hreyfingu hefur hún sett sér markmið um að bæta sig í ákveðnum lyftingaæfingum. Klara setur sér líka markmið heima fyrir en þar er hún enn í framkvæmdum eftir að hafa keypt hús fyrir tveimur árum. Þá setur hún sér markmið sem tengjast fjölskyldunni og náminu. „Með því að brjóta upp stóru fimm eða tíu ára markmiðin niður verða þau að miklu viðráðanlegri bitum og þá er hægt að skoða hvaða skref þarf að fara til þess að markmiðin verði að veruleika,“ segir Klara og bætir við: „Markmiðin eru svo ekki meitluð í stein heldur þarf að endurskoða út frá breyttum veruleika. Til dæmis náði ég ekki 200 crossfitæfingum árið 2020 því stöðin var lokuð hluta af árinu. Eins breyttist forgangsröðun og eitthvað sem mig dreymdi um fyrir fimm árum er löngu búið að strika út af lista eða uppfæra eftir því sem ég og lífið breytist.“ Klara segir mikilvægt að markmið séu mælanleg og skýr. „Það er allt annað að segjast ætla að standa sig vel í ræktinni eða að segja ég ætla að ná 100 kíló í réttarstöðulyftu,“ segir Klara. Þá segist hún skoða markmiðin sín fyrir árið aldrei sjaldnar en mánaðarlega. Markmiðin skrifar hún í dagbók og tekur síðan stöðuna á því hvort hún er að færast nær þeim. Góð tímastjórnun skilar miklu Þá segir Klara það hafa hjálpað sér mikið að vera með marga bolta á lofti með því að viðhafa góða tímastjórnun, innan sem utan vinnu. „Það sem nýtist mér best til þess er að hafa dagatal í símanum með fundum eða öðrum atriðum sem krefjast þess að ég mæti eitthvert eða einhver sé væntanlegur til mín. Inn á þetta dagatal fara vinnufundir, æfingar sonarins og hvort hann sé hjá mér eða pabba sínum þá vikuna og fleira.“ Klara segir að í upphafi hvers skólaárs skrái hún í dagatalið upplýsingar eins og frídaga í skóla, próf, staðlotur og aðrar dagsetningar. „Ég er svo með vikudagatal á ísskápnum sem sýnir fundi vikunnar, matseðil vikunnar og ég gæti þess afar vel að setja líka æfingarnar mínar inn á það plan og að gefa mér tíma fyrir þær. Það eru ekki nema að verða tvö ár síðan ég fann „mína hreyfingu“ á grunnnámskeiði í crossfit Kötlu og fór að finnast gaman og nauðsynlegt að hreyfa mig. Þar nýti ég svo líka að eyða tíma með fjölskyldunni þar sem báðir foreldrar mínir og stjúpa æfa þar líka. Þetta er algjört ,,winwin.“ Varðandi dagbækurnar sem Klara notar er hún núna að nota The Project Book frá Wodbúð. Hún hefur þó prófað ýmsar dagbækur. „The Project Book dagbókin er að koma vel út þegar þarf að halda utan um stærri verkefni eins og kynningu á nýju vörumerki eða hvað ég á að vera fara yfir í skólanum þá vikuna,“ segir Klara og bætir að lokum við: „Það sem mér finnst mikilvægast í skipulagningunni er að hugsa út í hver markmiðin mín eru, hvaða stóru hlutir skipta virkilega máli í mínu lífi og starfi.“ Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Klara hefur riðið á vaðið sjálf í atvinnuleit og í ljósi þess að nú eru þúsundir einstaklinga í atvinnuleit á Íslandi, fáum við að heyra sögu Klöru og hvaða ráð hún gefur fólki sem nú er án atvinnu. Alltaf tekið sénsinn á „Nei-inu“ Klara er 36 ára gömul og býr í Mosfellsbæ, ásamt fjögurra ára gömlum syni sínum og þremur hundum. Klara kláraði stúdentsprófið fyrir tveimur árum en var fyrir þann tíma búin að læra ýmislegt. Til dæmis er hún viðurkenndur bókari og er búin með hálfa BA gráðu í ensku. Í það háskólanám komst hún í á undanþágu vegna ferilskráar sinnar. Eins og áður sagði er Klara framkvæmdastjóri Petmark en samhliða því starfi er hún í viðskiptafræðinámi á Bifröst. Í því námi byrjaði hún haustið 2019 og stefnir á útskrift 2022. Tímabilið 2010-2016 starfaði Klara hjá Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ). Frá árinu 2016 hefur hún starfað hjá Petmark. Bæði störfin hefur Klara fengið í kjölfar þess að hafa haft samband sjálf við fyrrgreinda aðila. Frumkvæði Klöru hefur komið henni langt í starfi og aldrei að vita nema saga hennar gefi fólki sem nú er í atvinnuleit innblástur og hugmyndir.Vísir/Vilhelm Atvinnuleitin 2010: „Nei“ breytist í „Já“ „Ég hef alltaf verið til í að taka sénsinn á „Nei-inu. Árið 2010 gekk ég inn á skrifstofu Hundaræktarfélagsins til þáverandi framkvæmdastjóra með ferilskránna mína og sagði henni að ég yrði frábær starfsmaður fyrir félagið og ætlaði hreinlega að vinna fyrir félagið fyrr eða síðar,“ segir Klara. „Ég var í öðru starfi á þessum tíma en þarna var starf sem mig virkilega langaði í svo ég mætti með ferilskrá og lista meðmælenda sem framkvæmdastjórinn þekkti til og lét þarna vita af mér.“ Ekki kom þó til ráðningar á þessum tíma en Klara fékk að skilja eftir ferilskránna sína og hlaut þakkir fyrir umsóknina sína um starf sem hafði ekki verið auglýst og var reyndar mannað. Nokkrum mánuðum síðar sem ég fékk símtal um hvort ég hefði ekki enn áhuga á starfinu þar sem starfið væri nú laust. Að sjálfsögðu stökk ég á tækifærið án þess að hika þrátt fyrir að hafa verið í starfi á þessum tíma sem ég var ánægð í.“ Atvinnuleitin 2016: Endaði sem framkvæmdastjóri „Árið 2016 var taldi ég mig vera búna að læra það sem ég gæti af starfinu hjá HRFÍ og meðfram því að taka viðurkennda bókarann í fæðingarorlofi sem ég var í það ár var ég aðeins farin að spá í því hvað mig langaði til að gera en ekki farin að sækja um störf,“ segir Klara og bætir við: „Ég rakst þá á auglýsingu þar sem verið var að kynna að gæludýrafóðrið Eukanuba væri nú aftur fáanlegt á Íslandi. Merkið kannaðist ég við erlendis frá en ekki umboðsaðilann Petmark.“ Og þar með kviknaði hugmyndin. „Ég ákvað að þetta væri eitthvað sem væri tilvalið fyrir mig að skoða frekar enda safnað ansi vel í reynslubankann þegar kom að heilsufari gæludýra, ræktun og næringu og sendi tölvupóst á innflytjandann og kynnti mig stuttlega og spurði hvort ekki vantaði manneskju í kynningarstarf á vörumerkinu. Innan við klukkutíma síðar kom svar þar sem ég var boðuð á fund með eigendum Petmark og í kjölfarið boðið hlutastarf vörumerkjastjóra meðfram fæðingarorlofinu og frágangi verkefna fyrir HRFÍ. Það kom svo í ljós að eigendurnir höfðu rætt sín á milli dagana áður en ég sendi póstinn hvort gæti borgað sig að fá inn nýja manneskju fyrir þetta vörumerki en höfðu ekki hugmynd um hvern. Staðan varð að fullu starfi um leið og sonurinn komst svo að hjá dagmömmu,“ segir Klara. Petmark er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum í gæludýravörum fyrir sérverslanir, stórmarkaði og dýralækna. Að sögn Klöru hjálpaði það til að fyrirtækið er lítið. „Vegna þess hvað fyrirtækið var smátt og stjórnendur opnir fékk ég tækifæri til þess að prófa mig áfram í markaðssetningu vörumerkja innan fyrirtækisins og varð fyrir tveimur árum gerð að markaðsstjóra. Og svo í miðri fyrstu bylgju Covid var ég gerð að framkvæmdastjóra,“ segir Klara. Hún segir fyrirtækið í hröðum vexti og gott teymi starfsfólks nái að fylgja eftir þeim vexti vel. „Allir leggja sig fram við að ná þeim markmiðum sem eru sett og eigendur sem veita starfsmönnum mikið frelsi til þess að fara eigin leiðir að settu marki.“ Árið 2016 hafði Klara samband við lítið fjölskyldufyrirtæki sem hún þekkti ekki. Hún stakk upp á því að fyrirtækið myndi ráða hana í starf vörumerkjastjóra. Síðar var hún gerð að markaðstjóra og árið 2020 að framkvæmdastjóra fyrirtækisins.Vísir/Vilhelm Að setja sér markmið En hvaða ráð getur þú gefið öðru fólki sem nú er í atvinnuleit og myndi kannski vilja prófa að taka af skarið og sækja um óauglýst störf? Góð ferilskrá ásamt umsagnaraðilum kemur manni ótrúlega langt og ekki síður ef hægt er að finna umsagnaraðila í tengdum geira eða sem framkvæmdastjórinn eða mannauðsstjórinn kannast við. Að safna þekkingu á meðan beðið er eftir rétta starfinu er ótrúlega sterkur leikur; nám, námskeið, fyrirlestrar, kynningar, podcöst, allt sýnir þetta fram á áhuga á sviðinu sem maður vill vinna á.“ Þá segir Klara það hjálpa mikið að setja sér markmið en þar nýtir hún sér að hafa lært bæði markmiðasetningu og tímastjórnun. „Ég hef síðustu tíu árin sett mér markmið bæði til lengri og skemmri tíma. Ég set fimm ára markmið, almenn ársmarkmið sem og sérhæfðari ársmarkmið,“ segir Klara. Sem dæmi segir Klara vinnutengd markmið geta verið til dæmis að ná söluaukningu. Í hreyfingu hefur hún sett sér markmið um að bæta sig í ákveðnum lyftingaæfingum. Klara setur sér líka markmið heima fyrir en þar er hún enn í framkvæmdum eftir að hafa keypt hús fyrir tveimur árum. Þá setur hún sér markmið sem tengjast fjölskyldunni og náminu. „Með því að brjóta upp stóru fimm eða tíu ára markmiðin niður verða þau að miklu viðráðanlegri bitum og þá er hægt að skoða hvaða skref þarf að fara til þess að markmiðin verði að veruleika,“ segir Klara og bætir við: „Markmiðin eru svo ekki meitluð í stein heldur þarf að endurskoða út frá breyttum veruleika. Til dæmis náði ég ekki 200 crossfitæfingum árið 2020 því stöðin var lokuð hluta af árinu. Eins breyttist forgangsröðun og eitthvað sem mig dreymdi um fyrir fimm árum er löngu búið að strika út af lista eða uppfæra eftir því sem ég og lífið breytist.“ Klara segir mikilvægt að markmið séu mælanleg og skýr. „Það er allt annað að segjast ætla að standa sig vel í ræktinni eða að segja ég ætla að ná 100 kíló í réttarstöðulyftu,“ segir Klara. Þá segist hún skoða markmiðin sín fyrir árið aldrei sjaldnar en mánaðarlega. Markmiðin skrifar hún í dagbók og tekur síðan stöðuna á því hvort hún er að færast nær þeim. Góð tímastjórnun skilar miklu Þá segir Klara það hafa hjálpað sér mikið að vera með marga bolta á lofti með því að viðhafa góða tímastjórnun, innan sem utan vinnu. „Það sem nýtist mér best til þess er að hafa dagatal í símanum með fundum eða öðrum atriðum sem krefjast þess að ég mæti eitthvert eða einhver sé væntanlegur til mín. Inn á þetta dagatal fara vinnufundir, æfingar sonarins og hvort hann sé hjá mér eða pabba sínum þá vikuna og fleira.“ Klara segir að í upphafi hvers skólaárs skrái hún í dagatalið upplýsingar eins og frídaga í skóla, próf, staðlotur og aðrar dagsetningar. „Ég er svo með vikudagatal á ísskápnum sem sýnir fundi vikunnar, matseðil vikunnar og ég gæti þess afar vel að setja líka æfingarnar mínar inn á það plan og að gefa mér tíma fyrir þær. Það eru ekki nema að verða tvö ár síðan ég fann „mína hreyfingu“ á grunnnámskeiði í crossfit Kötlu og fór að finnast gaman og nauðsynlegt að hreyfa mig. Þar nýti ég svo líka að eyða tíma með fjölskyldunni þar sem báðir foreldrar mínir og stjúpa æfa þar líka. Þetta er algjört ,,winwin.“ Varðandi dagbækurnar sem Klara notar er hún núna að nota The Project Book frá Wodbúð. Hún hefur þó prófað ýmsar dagbækur. „The Project Book dagbókin er að koma vel út þegar þarf að halda utan um stærri verkefni eins og kynningu á nýju vörumerki eða hvað ég á að vera fara yfir í skólanum þá vikuna,“ segir Klara og bætir að lokum við: „Það sem mér finnst mikilvægast í skipulagningunni er að hugsa út í hver markmiðin mín eru, hvaða stóru hlutir skipta virkilega máli í mínu lífi og starfi.“
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00
„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00