„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 14:26 Leikmenn Íslands voru súrir á svip eftir tapið fyrir Sviss í gær. epa/Anne-Christine Poujoulat Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. „Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira