Þurfum að búast við að lið bakki og bomba á þau Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 15:01 Elvar Örn Jónsson sækir að marki Sviss en Nicolas Raemy er til varnar. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Mér finnst vera sjálfstraust í liðinu og við erum alltaf klárir andlega. Ég veit ekki hvað veldur en það er eitthvað hökt sóknarlega,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í viðtali við Vísi. Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira