„Frakkar eru enn á toppnum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 13:01 Elvar Örn Jónsson með boltann í leiknum við Sviss á miðvikudag þar sem Ísland varð að sætta sig við tveggja marka tap. EPA-EFE/Petr Josek „Mér finnst við eiga séns í þá og við mætum auðvitað klárir og höfum alltaf trú á sjálfum okkur,“ segir Elvar Örn Jónsson um slaginn í dag við sigursælasta lið HM frá upphafi, Frakka. Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Frakkland hefur orðið heimsmeistari í handbolta sex sinnum og þar af fjórum sinnum á síðustu sex heimsmeistaramótum. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu er svo sannarlega ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir strákana okkar í dag kl. 17: „Frakkarnir eru með frábært lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum, með gríðarlega mikla líkamsbyggingu. Það verður bara skemmtilegt verkefni að mæta þeim,“ segir Elvar við Vísi, í gegnum tölvu á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Elvar Örn um Frakka „Það komu kynslóðaskipti hjá þeim en þeir eru samt með frábært lið. Þeir missa Thierry Omeyer sem var besti markmaður í heimi en svo koma samt bara frábærir markmenn í staðinn og þannig er það í öllum stöðum. Þeir eiga leikmenn í bestu liðum í heimi og Frakkar eru enn á toppnum að mínu mati,“ segir Elvar. Eftir afar svekkjandi tap gegn Sviss, 20-18, á miðvikudaginn þyrstir Elvar og félaga í að svara fyrir sig: „Við erum hundsvekktir að hafa tapað þessum leik og viljum svara með góðum leik gegn Frökkum, og gefa allt í þetta. Við höfum fulla trú á að við getum unnið en þá þurfum við líka toppleik.“ Sárt að missa Alexander en skiljum það Ísland verður hins vegar án Alexander Petersson í dag en hann er farinn heim til Þýskalands þar sem hann gengur í raðir Flensburg eftir níu ár hjá Rhein-Neckar Löwen. Skarð Alexanders er vandfyllt: „Alex er frábær leikmaður og mjög mikilvægur í varnarleiknum. Hann kemur með ákveðna reynslu í þetta lið og er bæði frábær leikmaður og liðsfélagi. Það er sárt að missa hann en hann fór út af persónulegum ástæðum og við skiljum það allir, og höldum áfram,“ segir Elvar.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26 Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20 Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. 21. janúar 2021 14:26
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Einkunnir strákanna okkar á móti Sviss: Ýmir í heimsklassa og var langbestur Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í miðri vörn íslenska liðsins á móti Sviss en það dugði ekki liðinu að fá bara tuttugu mörk á sig, því sóknin kolféll á prófinu. 20. janúar 2021 17:20
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30