Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 17:46 Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil. DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir. Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir.
Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira