Dæmi um aldursfordóma og menntahroka á íslenskum vinnumarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 22:41 Ástþór Jón Ragnheiðarson telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. Aðsend/Getty Varaformaður ASÍ-UNG, ungliðahreyfingar Alþýðusambands Íslands, segir aldursfordóma og menntahroka ríkja víða á íslenskum vinnumarkaði. Hann kallar eftir því að atvinnurekendur horfi í auknum mæli til reynslu fólks við ráðningar og síður á prófskírteinið. Að öðrum kosti verði fyrirtæki og stofnanir af gríðarlegum mannauði. Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira