Gekk inn á æfingu og sá Jón Pál deyja: „Maður er ekki skotheldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Magnús Ver varð fjórum sinnum sterkasti maður heims. @snæbjörn Magnús Ver Magnússon er fjórfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Magnús er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira