Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 10:01 Gísli Rafn Ólafsson hefur unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum. Aðsend Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti. Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira