Sorgarsaga Brynjar Níelsson skrifar 22. janúar 2021 11:06 Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Brynjar Níelsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar