Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak. 30-27 | Deildarmeistararnir mörðu nýliðana Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2021 19:59 Róbert Aron Hostert var flottur í kvöld. vísir/hulda margrét Frestaður leikur Vals og Þórs fór fram í kvöld eftir að Þórsarar þurftu að snúa við á leið sinni í bæinn í gær vegna óveðurs. Leikurinn fór því fram tæplega sólahring seinna. Þórsarar voru staðráðnir í því að selja sig dýrt í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku þeir strax frumkvæði í leiknum. Þór átti sinn besta kafla þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð, Valsmenn virtust á þeim kafla ráðalausir í vörn og fundu Þór auðveldar sendingar sem opnaði Vals vörnina. Valur var aldrei langt undan og svöruðu þeir alltaf rispum Þórs en náðu aldrei að komast yfir í fyrri hálfleik. Einar Baldvin var sá sem sá til þess að Valur var aðeins undir í hálfleik með einu marki þar sem hann varði oft mjög vel og skilaði 9 boltum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var á sömu bylgjulengd og sá fyrri þar sem bæði lið skiptust á að taka forrystu leiksins og mikið jafnræði var með liðunum. Karolis Stropus fékk sínar þriðju brottvísun í upphafi seinni hálfleiks sem setti Þór í erfiða stöðu, Valur gekk þá á lagið sem skilaði þeim fjórum mörkum í röð og forystu í fyrsta sinn í leiknum. Þór voru þó ekki að baki dottnir og kom það í hlut Valþórs ásamt Arnóri Orra að draga vagn liðsins. Það gekk þangað til tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá kom orka Vals í ljós á meðan Þórsararnir voru farnir að blása og orka liðsins fór minnkandi. Hart var barist í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Það eru sigurvegarar í liði Vals sem kom í ljós í kvöld, þetta var enginn glans leikur en þegar líða fór á leikinn skoruðu Valsmenn alltaf þegar þeir lögðu sig allan fram við sínar sóknar aðgerðir. Hverjir stóðu upp úr? Einar Baldvin Baldvinsson átti góðan fyrri hálfleik í marki Vals. Hann sá til þess að Þórsarar myndu ekki stinga af með góðum markvörslum sem voru oftar en ekki dauðafæri. Róbert Aron Hostert dróg Vals vagninn áfram í kvöld, liðsfélagar hans leituðu mikið til hans þegar líða tók á leikinn, hann svaraði því og skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum sem skilaði á endanum sigur. Valþór Atli Guðrúnarson var allt í öllu í leik Þórs í kvöld. Hann endaði með 6 mörk og gerði vel í að búa til fyrir liðsfélaga sína. Hvað gekk illa? Það mátti sjá að þetta var fyrsti leikur Vals í langan tíma því þeir byrjuðu leikinn mjög illa. Þeir fundu engan takt varnarlega sem Þór nýtti sér þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd.vísir/hulda margrét Snorri Steinn: Það var fleira jákvætt í leik kvöldsins heldur en bara stigin tvö „ Ég finn pottþétt eitthvað sem ég get verið ánægður með umfram stigunum tveimur sem við tókum í kvöld en ég get eflaust fundið meira sem ég er óánægður með í okkar leik í kvöld,” sagði Snorri aðspurður hvort hann hafi verið ánægður með annað en að bara vinna leikinn. Valur átti í erfiðleikum með Þór í kvöld og tóku þeir forystuna í fyrsta sinn í leiknum þegar tæplega fjörutíu mínútur voru liðnar af leiknum. „ Það var margt í leik Þórs sem við réðum ekki við. Jovan Kukobat varði vel. Við fundum lítin takt á meðan spiluðu Þórsarar agaðar og góðar sóknir, þeir gerðu okkur erfitt fyrir að ná okkar hraðahlaupum og tek ég ekkert af Þór þeir spiluðu dúndur leik.” Snorri Steinn var kátur með að hans menn skoruðu 30 mörk þó hann hefði oftar viljað sjá hans menn keyra upp hraðan í leiknum. Jón Karl Björnsson og Bjarni Viggósson dæmdu leikinn í kvöld. Hér fer gult spjald á loft.vísir/hulda margrét Þorvaldur Sigurðsson: Valur fékk mikla virðingu frá dómaraparinu „Mér fannst dómarar leiksins bera of mikla virðingu fyrir Valsmönnum. Annað hvort er Valur svona ferlega klókir eða dómararnir voru ekki að fylgja línunni báðu megin í kvöld. Sérstaklega í lokin Valur er að drepa tíman með því að vera lengi að taka vítin og fríköstin ásamt því erum við að fá á okkur ódýran ruðning,” sagði Þorvaldur Sigurðsson, þjálfari Þórs, svekktur og fannst seinasta brottvísun Karolis Stropus vera mjög ódýr. Þorvaldur var ánægður með ungu strákana í liðinu sínu sem komu inn á í dag. Hann hrósaði einnig öllu liðinu fyrir að mæta með gott hugarfar eftir langt og strangt ferðalag þar sem þeir voru langt komnir á veg í gær þegar þeir þurftu að snúa við og fara heim vegna veðurs. „Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þessa drengi. Valur er með frábært lið það er valin maður í hverri stöðu ásamt því eru þeir með frábæran þjálfara og stóðum við okkur býsna vel á móti þeim í kvöld sem því miður skilaði sér ekki í neinum stigum.” Það var margt í leik Þórs sem Þorvaldur var ánægður með. Hans lið tapaði með reisn og lítur hann björtum augum á framhaldið því svo lengi sem það er fært fyrir þá að mæta þá koma þeir og eru tilbúnir að leggja sig allan í málstaðinn. Olís-deild karla Valur Þór Akureyri
Frestaður leikur Vals og Þórs fór fram í kvöld eftir að Þórsarar þurftu að snúa við á leið sinni í bæinn í gær vegna óveðurs. Leikurinn fór því fram tæplega sólahring seinna. Þórsarar voru staðráðnir í því að selja sig dýrt í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku þeir strax frumkvæði í leiknum. Þór átti sinn besta kafla þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð, Valsmenn virtust á þeim kafla ráðalausir í vörn og fundu Þór auðveldar sendingar sem opnaði Vals vörnina. Valur var aldrei langt undan og svöruðu þeir alltaf rispum Þórs en náðu aldrei að komast yfir í fyrri hálfleik. Einar Baldvin var sá sem sá til þess að Valur var aðeins undir í hálfleik með einu marki þar sem hann varði oft mjög vel og skilaði 9 boltum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var á sömu bylgjulengd og sá fyrri þar sem bæði lið skiptust á að taka forrystu leiksins og mikið jafnræði var með liðunum. Karolis Stropus fékk sínar þriðju brottvísun í upphafi seinni hálfleiks sem setti Þór í erfiða stöðu, Valur gekk þá á lagið sem skilaði þeim fjórum mörkum í röð og forystu í fyrsta sinn í leiknum. Þór voru þó ekki að baki dottnir og kom það í hlut Valþórs ásamt Arnóri Orra að draga vagn liðsins. Það gekk þangað til tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá kom orka Vals í ljós á meðan Þórsararnir voru farnir að blása og orka liðsins fór minnkandi. Hart var barist í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Það eru sigurvegarar í liði Vals sem kom í ljós í kvöld, þetta var enginn glans leikur en þegar líða fór á leikinn skoruðu Valsmenn alltaf þegar þeir lögðu sig allan fram við sínar sóknar aðgerðir. Hverjir stóðu upp úr? Einar Baldvin Baldvinsson átti góðan fyrri hálfleik í marki Vals. Hann sá til þess að Þórsarar myndu ekki stinga af með góðum markvörslum sem voru oftar en ekki dauðafæri. Róbert Aron Hostert dróg Vals vagninn áfram í kvöld, liðsfélagar hans leituðu mikið til hans þegar líða tók á leikinn, hann svaraði því og skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum sem skilaði á endanum sigur. Valþór Atli Guðrúnarson var allt í öllu í leik Þórs í kvöld. Hann endaði með 6 mörk og gerði vel í að búa til fyrir liðsfélaga sína. Hvað gekk illa? Það mátti sjá að þetta var fyrsti leikur Vals í langan tíma því þeir byrjuðu leikinn mjög illa. Þeir fundu engan takt varnarlega sem Þór nýtti sér þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Snorri Steinn hvetur sína menn til dáða. Óskar Bjarni, aðstoðarþjálfari, hans vinstri hönd.vísir/hulda margrét Snorri Steinn: Það var fleira jákvætt í leik kvöldsins heldur en bara stigin tvö „ Ég finn pottþétt eitthvað sem ég get verið ánægður með umfram stigunum tveimur sem við tókum í kvöld en ég get eflaust fundið meira sem ég er óánægður með í okkar leik í kvöld,” sagði Snorri aðspurður hvort hann hafi verið ánægður með annað en að bara vinna leikinn. Valur átti í erfiðleikum með Þór í kvöld og tóku þeir forystuna í fyrsta sinn í leiknum þegar tæplega fjörutíu mínútur voru liðnar af leiknum. „ Það var margt í leik Þórs sem við réðum ekki við. Jovan Kukobat varði vel. Við fundum lítin takt á meðan spiluðu Þórsarar agaðar og góðar sóknir, þeir gerðu okkur erfitt fyrir að ná okkar hraðahlaupum og tek ég ekkert af Þór þeir spiluðu dúndur leik.” Snorri Steinn var kátur með að hans menn skoruðu 30 mörk þó hann hefði oftar viljað sjá hans menn keyra upp hraðan í leiknum. Jón Karl Björnsson og Bjarni Viggósson dæmdu leikinn í kvöld. Hér fer gult spjald á loft.vísir/hulda margrét Þorvaldur Sigurðsson: Valur fékk mikla virðingu frá dómaraparinu „Mér fannst dómarar leiksins bera of mikla virðingu fyrir Valsmönnum. Annað hvort er Valur svona ferlega klókir eða dómararnir voru ekki að fylgja línunni báðu megin í kvöld. Sérstaklega í lokin Valur er að drepa tíman með því að vera lengi að taka vítin og fríköstin ásamt því erum við að fá á okkur ódýran ruðning,” sagði Þorvaldur Sigurðsson, þjálfari Þórs, svekktur og fannst seinasta brottvísun Karolis Stropus vera mjög ódýr. Þorvaldur var ánægður með ungu strákana í liðinu sínu sem komu inn á í dag. Hann hrósaði einnig öllu liðinu fyrir að mæta með gott hugarfar eftir langt og strangt ferðalag þar sem þeir voru langt komnir á veg í gær þegar þeir þurftu að snúa við og fara heim vegna veðurs. „Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þessa drengi. Valur er með frábært lið það er valin maður í hverri stöðu ásamt því eru þeir með frábæran þjálfara og stóðum við okkur býsna vel á móti þeim í kvöld sem því miður skilaði sér ekki í neinum stigum.” Það var margt í leik Þórs sem Þorvaldur var ánægður með. Hans lið tapaði með reisn og lítur hann björtum augum á framhaldið því svo lengi sem það er fært fyrir þá að mæta þá koma þeir og eru tilbúnir að leggja sig allan í málstaðinn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti