Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að snjóflóð hafi fallið í Skutulsfirði og í Súgandafirði, hvorugt ofan byggðar.
„Óvissustig vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu felur í sér aukinn viðbúnað snjóflóðavaktar Veðurstofunnar og snjóathugunarmanna ásamt samráði við lögreglu og almannavarnir í héraði vegna snjóflóðahættu sem upp kann að koma í byggð,“ segir í tilkynningunni.
Þá er áréttað að þetta þýði ekki að yfirvofandi snjóflóðahætta í byggð sé fyrir hendi, heldur að hættan geti skapast. Óvissustigi sé lýst yfir til að auka viðbúnað og viðbragðsaðilar séu klárir ef snjóflóð fellur.
Nokkur hætta er á að snjóflóð geti fallið á vegi, þar á meðal Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð og Flateyrarveg. Fólk er því hvatt til þess að vera ekki á ferðinni milli byggðakjarna að nauðsynjalausu.