Biden biðst afsökunar vegna aðbúnaðar þjóðvarðliða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 09:36 Myndir af þjóðvarðliðum sem neyddust til að sofa á gólfi bílakjallara hafa vakið mikið umtal vestanhafs. EPA/MICHAEL REYNOLDS Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðist afsökunar vegna aðbúnaðar liðsmanna í þjóðvarðliði Bandaríkjanna, sem stóðu vaktina við þinghúsið, sem neyddust til að sofa í bílakjallara. Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021 Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ríflega 25 þúsund þjóðvarðliðar stóðu vaktina í Washington DC á miðvikudaginn, daginn sem innsetningarathöfn Joe Biden fór fram, en óttast var að aftur kynnu að brjótast út óeirðir á borð við þær sem brutust út í og við þinghúsið tveimur vikum áður þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Myndir af hermönnunum þar sem þeir sofa á gólfi bílakjallara í nágrenni þinghússins hafa verið í mikilli dreifingu á netinu. Aðstæður þjóðvarðliðanna hafa vakið reiði meðal stjórnmálamanna, meðal annars nokkurra ríkisstjóra sem einhverjir kölluðu þjóðvarðliða frá sínum ríkjum heim vegna málsins. Biden hringdi í yfirmann þjóðvarðliðsins í gær til að biðjast afsökunar og spurði hvað hægt væri að gera að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Þá mun forsetafrúin Jill Biden hafa farið í eigin persónu til að heilsa upp á nokkra þjóðvarðliða. Hún hafi þakkað þeim fyrir og fært þeim smákökur í boði Hvíta hússins. „Ég vildi bara koma við í dag og segja takk við ykkur öll fyrir að tryggja öryggi mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Jill Biden. Our troops deserve the utmost honor & respect for securing the Capitol & defending democracy this week. This is unconscionable & unsafe. Whoever s decision this was to house our National Guardsmen & women in underground parking lots must be held accountable. pic.twitter.com/mBwpoog6YC— Tim Scott (@SenatorTimScott) January 22, 2021
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira