Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 17:16 Í Danmörku líkt og víðast hvar annars staðar er deilt um forgangsröðun í bólusetningu gegn covid-19. EPA/CLAUS FISKER Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira