Rýmingu vegna snjóflóðahættu aflétt á Siglufirði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 17:28 Rýmingu vegna snjóflóðahættu á Siglufirði hefur verið aflétt. Mynd úr safni. Vísir/Jóhann K Rýmingu vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á Siglufirði. Vegfarendur eru engu að síður beðnir um að hafa varan á, einkum á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem segir að ákveðið hafi verið að aflétta rýmingu húsa á sunnanverðum Siglufirði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er þó enn í gildi. Umrætt svæði var rýmt í öryggisskyni á miðvikudaginn vegna snjóflóðahættu en nú hefur dregið úr veðri frá í gær og á föstudag og hefur minni úrkoma mælst á sjálfvirkum úrkomumælum. Þá hefur vindur fyrir norðan snúist meira til austurs og er það talið draga úr hættunni á snjóflóði úr Hafnarfjalli að því er fram kemur í tilkynningunni. „Áfram er hætta af völdum snjóflóða þar sem snjóalög kunna enn að vera óstöðug, m.a. sunnan við leiðigarðinn Stóra-Bola, þó rýmingu húsa neðan garðsins hafi verið aflétt. Þar þarf að sýna sérstaka aðgæslu. Þó er fólk beðið um að vera ekki á ferli ofan við varnargarða,“ segir í tilkynningunni. Þá er áréttað að óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er enn í gildi. Stór snjóflóð afi fallið undanfarna daga á Tröllaskaga, meðal annars við Smiðsgerði í austanverðum Skagafirði, á Öxnadalsheiði og á Ólafsfjarðarvegi. Síðast í morgun féll snjóflóð yfir veginn um Öxnadalsheiði. Því þurfi vegfarendur enn að hafa varann á þegar þeir eru á ferð um svæði þar sem snjóflóð geta fallið. „Búist er við NA-strekkings vindi og éljum í dag og á morgun og verður áfram fylgst með aðstæðum. Óvissa er um hversu mikil ofankoma verður í éljaganginum næstu tvo sólarhringa en það ræður miklu um hversu mikil snjóflóðahættan skapast á hverjum stað,“ segir í tilkynningunni. Þá er fólk hvatt til að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum af veðri, færð og aðstæðum á vef Vegagerðarinnar og hjá Veðurstofu Íslands. Veður Umferðaröryggi Fjallabyggð Almannavarnir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira
Umrætt svæði var rýmt í öryggisskyni á miðvikudaginn vegna snjóflóðahættu en nú hefur dregið úr veðri frá í gær og á föstudag og hefur minni úrkoma mælst á sjálfvirkum úrkomumælum. Þá hefur vindur fyrir norðan snúist meira til austurs og er það talið draga úr hættunni á snjóflóði úr Hafnarfjalli að því er fram kemur í tilkynningunni. „Áfram er hætta af völdum snjóflóða þar sem snjóalög kunna enn að vera óstöðug, m.a. sunnan við leiðigarðinn Stóra-Bola, þó rýmingu húsa neðan garðsins hafi verið aflétt. Þar þarf að sýna sérstaka aðgæslu. Þó er fólk beðið um að vera ekki á ferli ofan við varnargarða,“ segir í tilkynningunni. Þá er áréttað að óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er enn í gildi. Stór snjóflóð afi fallið undanfarna daga á Tröllaskaga, meðal annars við Smiðsgerði í austanverðum Skagafirði, á Öxnadalsheiði og á Ólafsfjarðarvegi. Síðast í morgun féll snjóflóð yfir veginn um Öxnadalsheiði. Því þurfi vegfarendur enn að hafa varann á þegar þeir eru á ferð um svæði þar sem snjóflóð geta fallið. „Búist er við NA-strekkings vindi og éljum í dag og á morgun og verður áfram fylgst með aðstæðum. Óvissa er um hversu mikil ofankoma verður í éljaganginum næstu tvo sólarhringa en það ræður miklu um hversu mikil snjóflóðahættan skapast á hverjum stað,“ segir í tilkynningunni. Þá er fólk hvatt til að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum af veðri, færð og aðstæðum á vef Vegagerðarinnar og hjá Veðurstofu Íslands.
Veður Umferðaröryggi Fjallabyggð Almannavarnir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira