Sport

Dag­skráin í dag: Enski boltinn og Seinni bylgjan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur.
Seinni bylgjan verður á dagskrá í allan vetur.

Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag en þær eru úr heimi handboltans og fótboltans.

Fyrri útsending dagsins er bein útsending frá leik Ipswich og Sunderland í ensku C-deildinni. Ipswich, gamla Íslendingaliðið, er í níunda sætinu en Sunderland í því sjöunda. Eitt stig skilja liðin að. Útsending hefst 19.40.

Leikur Valur og KA/Þórs í Olís deild kvenna er einnig í beinni útsendingu. Leiknum var frestað um helgina en verður sýndur í dag. Flautað til leiks klukkan 18.30.

Klukkan 20.00 leysa svo Henry Birgir Gunnarsson og félagar landfestar í Seinni bylgjunni er þeir gera upp fyrstu leikina eftir landsleikjahlé sem og frammistöðu landsliðsins í Egyptalandi.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×