Vettlingarnir frægu ekki til sölu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 23:18 Bernie Sanders og vettlingarnir hans vöktu verðskuldaða athygli við innsetningarathöfnina. Getty/Drew Angerer Jen Ellis, kennarinn sem gerði vettlingana sem Bernie Sanders klæddist við innsetningarathöfn Joe Bidens, segir slíka vettlinga ekki vera til sölu. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar. Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Vettlingarnir hafa vakið verulega athygli og hafa netverjar gert sér gaman úr því að birta mynd af Sanders þar sem hann situr með krosslagðar hendur og fætur og í vettlingunum við hinar ótrúlegustu aðstæður með aðstoð myndvinnsluforrits. Í kjölfarið hafa margir sett sig í samband við Ellis og óskað eftir að kaupa eins vettlinga. Þeir sem vonuðust til að stela stílnum af Sanders verða þó væntanlega fyrir vonbrigðum en hún segist ekki hafa hug á að byrja að selja vettling eins og þá sem Sanders klæddist svo eftirminnilega við athöfnina. Vettlingana bjó Ellis til úr gömlum ullarpeysum og endurunnu plasti en Ellis er 42 ára grunnskólakennari sem býr í Essex Junction í Vermont, skammt frá Burlington þar sem Sanders var borgarstjóri á níunda áratug síðustu aldar. „Ég er ekki með neina vettlinga til sölu. Ég í rauninni geri þá ekki mikið lengur. Ég er upp með mér yfir því hversu margir vilja eignast þá en það er líka fullt af fólki á Etsy sem selja þá og vonandi mun fólk versla við það. En ég ætla ekki að hætta í dagvinnunni minni,“ sagði Ellis í samtali við Jewish Insider fyrr í vikunni en Guardian fjallar einnig um málið. I made Bernie s mittens as a gift a couple years ago. They are made from repurposed wool sweaters and lined with fleece (made from recycled plastic bottles). #BerniesMittens pic.twitter.com/lTXFJvVy9V— Jen Ellis (@vtawesomeness) January 21, 2020 Viðtökurnar hafi verið yfirþyrmandi. „Ég er kennari í öðrum bekk, og mamma og ég er mjög upptekin við það allt saman. Það er engin leið fyrir mig að búa til sex þúsund pör af vettlingum, og í hvert sinn sem ég opna tölvupóstinn minn þá hafa nokkur hundruð til viðbótar sent mér tölvupóst,“ segir Ellis. Henni þyki þó leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum. „Vettlingarnir eru einstakir og það eru engir tvennir eins, og stundum í þessum heimi, þá bara getur þú ekki fengið allt sem þú vilt,“ sagði Ellis en vettlingana gaf hún Sanders að gjöf fyrir nokkrum árum síðan. Sjálfur hefur Sanders reynt að nýta þessa óvæntu frægð myndarinnar af sér með vettlingana til góðs. Þannig hefur hann látið prenta myndina á peysur og boli sem voru til sölu á netinu og allur ágóði látinn renna til góðgerðarverkefna á borð við Meals on Wheels, sem útvegar eldri borgurum sem hafa lítið á milli handanna mat. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sanders í morgun eru flíkurnar uppseldar.
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira