Körfubolti

Segir að Jarvelainen hafi verið rekinn úr húsi fyrir að kalla Milka smábarn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joonas Jarvelainen skoraði 21 stig áður en hann var rekinn út úr húsi gegn Keflavík.
Joonas Jarvelainen skoraði 21 stig áður en hann var rekinn út úr húsi gegn Keflavík. vísir/elín björg

Jón Halldór Eðvaldsson segir að Joonas Jarvelainen hafi verið rekinn út úr húsi í leik Keflavíkur og Grindavíkur í Domino's deild karla í gær fyrir að kalla Dominykas Milka smábarn.

Jarvelainen fékk óíþróttamannslega villu í upphafi seinni hálfleiks fyrir að stöðva hraðaupphlaup. Um miðjan 3. leikhluta, í stöðunni 58-50 fyrir Keflavík, fékk hann svo tæknivillu og þar með var þátttöku hans í leiknum lokið.

„Ég heyrði að hann hafi sagt að Milka væri smábarn,“ sagði Jón Halldór í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

„Þetta var besti leikmaður Grindavíkur í þessum leik. Þú sem dómari, ertu að pikka þetta upp? í alvöru talað,“ bætti Jón Halldór.

Jarvelainen hafði verið mjög öflugur í liði Grindavíkur og var kominn með 21 stig þegar honum var hent út úr húsi.

Án hans áttu Grindvíkingar ekki mikla möguleika og enduðu á að tapa leiknum, 94-67. Þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um brottrekstur Jarvelainen

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×