Vægast sagt óheppileg staða Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Arnar Pétursson er þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Guðmundur Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins. vísir/bára og EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02