Alfreð Gíslason kemur fyrirliða sínum til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 15:31 Alfreð Gíslason og Uwe Gensheimer eru í fararbroddi sem þjálfari og fyrirliði þýska landsliðsins. Samsett/EPA Uwe Gensheimer hefur lengi verið í hópi bestu hornamanna heims og því hefur óvænt gagnrýni á hann komið mörgum á óvart. Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti