Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 27-30 | Frábær lokakafli FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 20:10 Ásbjörn Friðriksson skoraði fjögur mörk fyrir FH gegn Stjörnunni. vísir/Hulda Margrét FH vann Stjörnuna, 27-30, í Garðabænum í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka voru Stjörnumenn tveimur mörkum yfir, 26-24. Þá kom frábær kafli hjá FH-ingum sem skoruðu fimm mörk í röð og náðu þriggja marka forskoti, 26-29, og tryggðu sér stigin tvö. FH vann síðustu fimm mínútur leiksins, 6-1. Hafnfirðingar hafa unnið báða leiki sína eftir hléið langa en þetta var fyrsti leikur Garðbæinga síðan í byrjun október, eða í 118 daga. Fyrri hálfleikurinn var jafn og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Stjarnan var á undan að skora framan af en FH náði undirtökunum með þremur mörkum í röð, komst í 5-7 og leiddi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-15. Þar munaði mestu um markvörslu Phils Döhler sem varði ellefu skot (46 prósent) og skotnýting Stjörnunnar var aðeins fimmtíu prósent. Þá fékk Stjarnan ekki mark úr hraðaupphlaupi en FH fjögur. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og náðu fjögurra marka forystu, 13-17. Heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum, svöruðu með 4-1 kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 17-18. Varnarleikur Stjörnunnar efldist í seinni hálfleik og FH lenti í vandræðum í sóknarleiknum. Þá datt markvarslan niður hjá gestunum. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði þrjú mörk í röð og skyndilega var Stjarnan komin tveimur mörkum yfir, 25-23. Tandri Már Konráðsson kom heimamönnum svo aftur tveimur mörkum yfir, 26-24, þegar fimm mínútur voru eftir. Það reyndist næstsíðasta mark Stjörnunnar í leiknum. FH skellti í lás í vörninni á lokakaflanum og Stjarnan virtist ekki eiga svör við því. Á meðan fundu FH-ingar lausnir á vörn Stjörnumanna og áttu frábæran lokakafla sem tryggði þeim stigin tvö. Ágúst Birgisson var markahæstur FH-inga með sex mörk. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði fimm mörk. Leó Snær Pétursson átti stórleik hjá Stjörnunni og skoraði tíu mörk. Ólafur Bjarki og Tandri Már skoruðu sex mörk hvor fyrir Garðbæinga sem hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. Af hverju vann FH? Eftir að hafa verið sterkari aðilinn lengst af seig á ógæfuhliðina hjá FH um miðbik seinni hálfleiks og útlitið var orðið ansi dökkt. En gestirnir gáfust ekki upp, lokuðu vörninni og Döhler varði mikilvæg skot í markinu. Þá losnaði um í FH-sókninni á lokakaflanum. Mikill munur var á markvörslu liðanna í kvöld sem hafði mikið að segja þegar uppi var staðið. Döhler varði átján skot í marki FH, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig, á meðan Adam Thorstensen varði tíu skot í marki Stjörnunnar (25 prósent). Hverjir stóðu upp úr? Leó var besti maður vallarins, lék skínandi vel í hægra horninu, skoraði tíu mörk úr tólf skotum og var gríðarlega öruggur á vítalínunni. Ólafur Bjarki átti einnig mjög góða kafla. Döhler var frábær í fyrri hálfleik, datt niður í þeim seinni en kom svo sterkur inn undir lokin þegar FH þurfti á því að halda. Ágúst var öflugur á línunni og Leonharð átti frábæra innkomu í hægra hornið og skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum. Einar Örn Sindrason átti einnig góða spretti. Hvað gekk illa? Eftir fína frammistöðu hrundi leikur Stjörnunnar á lokakaflanum og liðið kastaði frá sér sigri sem það var komið með aðra hönd á. Þá skoraði Stjarnan aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í leiknum. Hvað gerist næst? Liðin leika aftur eftir viku, miðvikudaginn 3. febrúar. Stjarnan sækir þá botnlið ÍR heim á meðan FH fær KA í heimsókn. Patrekur: Hættum að þora að sækja á markið Patrekur Jóhannesson var skiljanlega ekki sáttur með lokakaflann gegn FH.vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum á lokakaflanum gegn FH. „Við hættum að þora að sækja á markið. Við fórum að sækja á þessi nýju auglýsingaskilti sem eru komin í húsið,“ sagði Patrekur. „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn. Við vorum miklu ákveðnari í vörninni, brutum oftar og vorum þéttari. Við gerðum margt svo rosalega vel en klikkuðum algjörlega á lokakaflanum. Menn voru búnir að gera þetta nokkuð vel, við unnum saman í litlum hópum í sókninni og leystum þetta fínt. En við héldum ekki undir lokin. Ég þarf að fara yfir það.“ Þrátt fyrir tapið kvaðst Patrekur nokkuð sáttur með Stjörnuliðið í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. „FH er hörkulið og ég vissi að þetta yrði jafn leikur. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel en héldum alltaf áfram,“ sagði Patrekur. „En þegar þú ert kominn tveimur mörkum yfir, fimm mínútur eftir áttu að halda áfram að fara í átt að marki. Ég er óánægður með að við gerðum það ekki.“ Sigursteinn: Næstu leikir fara í að fínstilla fullt af hlutum Sigursteinn Arndal og strákarnir hans hafa unnið tvo leiki í röð.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hrósaði hugarfari sinna manna á lokakaflanum gegn Stjörnunni. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið karakter og vilji til að vinna,“ sagði Sigursteinn um ástæðu þess að FH sneri dæminu sér í vil undir lokin. „Það var margt við leikinn sjálfan sem ég er ekkert rosalega sáttur við en ég er ánægður með karakterinn og rosalega ánægður með stigin tvö.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-15, skoraði svo fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komst fjórum mörkum yfir, 13-17. Þá misstu FH-ingar dampinn og Stjörnumenn komust inn í leikinn. „Það var lélegt tempó á okkur mestallan leikinn. Stjarnan voru klókir, tóku tempóið úr þessu, spiluðu langar sóknir og við féllum á því prófi,“ sagði Sigursteinn. FH hefur unnið báða leiki sína eftir hléið langa en þjálfarinn segir að liðið geti enn bætt margt. „Fyrst og fremst er ég ánægður með að við séum að safna stigum og komnir með fjögur stig núna. En það er alveg ljóst að næstu leikir fara í það að fínstilla fullt af hlutum og fá takt í liðið,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla Stjarnan FH
FH vann Stjörnuna, 27-30, í Garðabænum í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka voru Stjörnumenn tveimur mörkum yfir, 26-24. Þá kom frábær kafli hjá FH-ingum sem skoruðu fimm mörk í röð og náðu þriggja marka forskoti, 26-29, og tryggðu sér stigin tvö. FH vann síðustu fimm mínútur leiksins, 6-1. Hafnfirðingar hafa unnið báða leiki sína eftir hléið langa en þetta var fyrsti leikur Garðbæinga síðan í byrjun október, eða í 118 daga. Fyrri hálfleikurinn var jafn og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Stjarnan var á undan að skora framan af en FH náði undirtökunum með þremur mörkum í röð, komst í 5-7 og leiddi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-15. Þar munaði mestu um markvörslu Phils Döhler sem varði ellefu skot (46 prósent) og skotnýting Stjörnunnar var aðeins fimmtíu prósent. Þá fékk Stjarnan ekki mark úr hraðaupphlaupi en FH fjögur. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu tvö fyrstu mörk hans og náðu fjögurra marka forystu, 13-17. Heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum, svöruðu með 4-1 kafla og minnkuðu muninn í eitt mark, 17-18. Varnarleikur Stjörnunnar efldist í seinni hálfleik og FH lenti í vandræðum í sóknarleiknum. Þá datt markvarslan niður hjá gestunum. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði þrjú mörk í röð og skyndilega var Stjarnan komin tveimur mörkum yfir, 25-23. Tandri Már Konráðsson kom heimamönnum svo aftur tveimur mörkum yfir, 26-24, þegar fimm mínútur voru eftir. Það reyndist næstsíðasta mark Stjörnunnar í leiknum. FH skellti í lás í vörninni á lokakaflanum og Stjarnan virtist ekki eiga svör við því. Á meðan fundu FH-ingar lausnir á vörn Stjörnumanna og áttu frábæran lokakafla sem tryggði þeim stigin tvö. Ágúst Birgisson var markahæstur FH-inga með sex mörk. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði fimm mörk. Leó Snær Pétursson átti stórleik hjá Stjörnunni og skoraði tíu mörk. Ólafur Bjarki og Tandri Már skoruðu sex mörk hvor fyrir Garðbæinga sem hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. Af hverju vann FH? Eftir að hafa verið sterkari aðilinn lengst af seig á ógæfuhliðina hjá FH um miðbik seinni hálfleiks og útlitið var orðið ansi dökkt. En gestirnir gáfust ekki upp, lokuðu vörninni og Döhler varði mikilvæg skot í markinu. Þá losnaði um í FH-sókninni á lokakaflanum. Mikill munur var á markvörslu liðanna í kvöld sem hafði mikið að segja þegar uppi var staðið. Döhler varði átján skot í marki FH, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig, á meðan Adam Thorstensen varði tíu skot í marki Stjörnunnar (25 prósent). Hverjir stóðu upp úr? Leó var besti maður vallarins, lék skínandi vel í hægra horninu, skoraði tíu mörk úr tólf skotum og var gríðarlega öruggur á vítalínunni. Ólafur Bjarki átti einnig mjög góða kafla. Döhler var frábær í fyrri hálfleik, datt niður í þeim seinni en kom svo sterkur inn undir lokin þegar FH þurfti á því að halda. Ágúst var öflugur á línunni og Leonharð átti frábæra innkomu í hægra hornið og skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum. Einar Örn Sindrason átti einnig góða spretti. Hvað gekk illa? Eftir fína frammistöðu hrundi leikur Stjörnunnar á lokakaflanum og liðið kastaði frá sér sigri sem það var komið með aðra hönd á. Þá skoraði Stjarnan aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í leiknum. Hvað gerist næst? Liðin leika aftur eftir viku, miðvikudaginn 3. febrúar. Stjarnan sækir þá botnlið ÍR heim á meðan FH fær KA í heimsókn. Patrekur: Hættum að þora að sækja á markið Patrekur Jóhannesson var skiljanlega ekki sáttur með lokakaflann gegn FH.vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum á lokakaflanum gegn FH. „Við hættum að þora að sækja á markið. Við fórum að sækja á þessi nýju auglýsingaskilti sem eru komin í húsið,“ sagði Patrekur. „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn. Við vorum miklu ákveðnari í vörninni, brutum oftar og vorum þéttari. Við gerðum margt svo rosalega vel en klikkuðum algjörlega á lokakaflanum. Menn voru búnir að gera þetta nokkuð vel, við unnum saman í litlum hópum í sókninni og leystum þetta fínt. En við héldum ekki undir lokin. Ég þarf að fara yfir það.“ Þrátt fyrir tapið kvaðst Patrekur nokkuð sáttur með Stjörnuliðið í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. „FH er hörkulið og ég vissi að þetta yrði jafn leikur. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel en héldum alltaf áfram,“ sagði Patrekur. „En þegar þú ert kominn tveimur mörkum yfir, fimm mínútur eftir áttu að halda áfram að fara í átt að marki. Ég er óánægður með að við gerðum það ekki.“ Sigursteinn: Næstu leikir fara í að fínstilla fullt af hlutum Sigursteinn Arndal og strákarnir hans hafa unnið tvo leiki í röð.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hrósaði hugarfari sinna manna á lokakaflanum gegn Stjörnunni. „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið karakter og vilji til að vinna,“ sagði Sigursteinn um ástæðu þess að FH sneri dæminu sér í vil undir lokin. „Það var margt við leikinn sjálfan sem ég er ekkert rosalega sáttur við en ég er ánægður með karakterinn og rosalega ánægður með stigin tvö.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-15, skoraði svo fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komst fjórum mörkum yfir, 13-17. Þá misstu FH-ingar dampinn og Stjörnumenn komust inn í leikinn. „Það var lélegt tempó á okkur mestallan leikinn. Stjarnan voru klókir, tóku tempóið úr þessu, spiluðu langar sóknir og við féllum á því prófi,“ sagði Sigursteinn. FH hefur unnið báða leiki sína eftir hléið langa en þjálfarinn segir að liðið geti enn bætt margt. „Fyrst og fremst er ég ánægður með að við séum að safna stigum og komnir með fjögur stig núna. En það er alveg ljóst að næstu leikir fara í það að fínstilla fullt af hlutum og fá takt í liðið,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti