Hver vegur að heiman er vegurinn heim Jódís Skúladóttir skrifar 27. janúar 2021 11:30 Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun