Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. janúar 2021 06:52 Ísland lækkar á listanum og er langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina. Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina, en Ísland var í ellefta sæti fyrir árið 2019. Í tilkynningu segir að mælingin nái til spillingar í opinbera geiranum og byggist á áliti sérfræðinga og aðila í viðskiptalífinu. Löndin raðast á listann þannig að 100 stig þýða að spilling sé lítil og eru Danir í efsta sæti, með áttattíu og átta stig. Þar á eftir koma lönd á borð við Finnland og Svíþjóð og Norðmenn lenda í sjöunda sæti. Ísland kemur hinsvegar verst út af Norðurlöndunum og fær 75 stig fyrir árið 2020 en hafði fengið 78 stig árið á undan. Spilling ógnar lýðræðinu Í tilkynningu frá Íslandsdeild Transparency International er bent á að alþjóðastofnanir hafi lýst því yfir að spilling sé illvíg meinsemd sem ógni lýðræðinu og þá sýni rannsóknir það einnig með óyggjandi hætti. Spilling ógni einnig grundvallarréttindum, tækifærum og lífsgæðum fólks hvarvetna í heiminum og grafi undan trausti í samfélaginu og gagnvart stjórnvöldum og stofnunum framkvæmkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins. Samtökin segja Ísland enga undantekningu í þessu sambandi og því sé „fall Íslands niður spillingarvísitölulistann mikið áhyggjuefni.“ Að auki segir að stjórnvöld og almenningu ættu því að „huga alvarlega að því hvað gæti valdið þessari þróun og hvernig hægt er að bæta úr stöðunni.“ Tengdar fréttir Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Ísland er í 14. sæti á lista á Transparancy International yfir opinbera spillingu og fellur um eitt sæti á milli ára. Norðurlöndin eru ofarlega á lista yfir heiðarlegustu ríkin. 29. janúar 2019 15:57 Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Ísland er í 14. sæti á lista á Transparancy International yfir opinbera spillingu og fellur um eitt sæti á milli ára. Norðurlöndin eru ofarlega á lista yfir heiðarlegustu ríkin. 29. janúar 2019 15:57 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina, en Ísland var í ellefta sæti fyrir árið 2019. Í tilkynningu segir að mælingin nái til spillingar í opinbera geiranum og byggist á áliti sérfræðinga og aðila í viðskiptalífinu. Löndin raðast á listann þannig að 100 stig þýða að spilling sé lítil og eru Danir í efsta sæti, með áttattíu og átta stig. Þar á eftir koma lönd á borð við Finnland og Svíþjóð og Norðmenn lenda í sjöunda sæti. Ísland kemur hinsvegar verst út af Norðurlöndunum og fær 75 stig fyrir árið 2020 en hafði fengið 78 stig árið á undan. Spilling ógnar lýðræðinu Í tilkynningu frá Íslandsdeild Transparency International er bent á að alþjóðastofnanir hafi lýst því yfir að spilling sé illvíg meinsemd sem ógni lýðræðinu og þá sýni rannsóknir það einnig með óyggjandi hætti. Spilling ógni einnig grundvallarréttindum, tækifærum og lífsgæðum fólks hvarvetna í heiminum og grafi undan trausti í samfélaginu og gagnvart stjórnvöldum og stofnunum framkvæmkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins. Samtökin segja Ísland enga undantekningu í þessu sambandi og því sé „fall Íslands niður spillingarvísitölulistann mikið áhyggjuefni.“ Að auki segir að stjórnvöld og almenningu ættu því að „huga alvarlega að því hvað gæti valdið þessari þróun og hvernig hægt er að bæta úr stöðunni.“
Tengdar fréttir Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Ísland er í 14. sæti á lista á Transparancy International yfir opinbera spillingu og fellur um eitt sæti á milli ára. Norðurlöndin eru ofarlega á lista yfir heiðarlegustu ríkin. 29. janúar 2019 15:57 Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Ísland er í 14. sæti á lista á Transparancy International yfir opinbera spillingu og fellur um eitt sæti á milli ára. Norðurlöndin eru ofarlega á lista yfir heiðarlegustu ríkin. 29. janúar 2019 15:57 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Ísland er í 14. sæti á lista á Transparancy International yfir opinbera spillingu og fellur um eitt sæti á milli ára. Norðurlöndin eru ofarlega á lista yfir heiðarlegustu ríkin. 29. janúar 2019 15:57
Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Ísland er í 14. sæti á lista á Transparancy International yfir opinbera spillingu og fellur um eitt sæti á milli ára. Norðurlöndin eru ofarlega á lista yfir heiðarlegustu ríkin. 29. janúar 2019 15:57