Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 10:29 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Getty/Sven Hopper Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. Það er rúmlega 50 prósenta aukning frá sama tímabili 2019 en tekjur fyrirtækisins á ársfjórðunginum voru 28 milljarðar dala og samsvarar það um þriðjungsaukningu á milli ára. Eins og sjá má á þessu súluriti eru nánast allar tekjur Facebook til komnar vegna auglýsinga. Notendum Facebook fjölgaði töluvert og nota tæplega 1,8 milljarðar manna Facebook á degi hverjum. Tæplega 2,8 milljarðar nota Facebook í hverjum mánuði en þegar kemur að öllum forritum Facebook (Facebook, Instagram, Messengar og WhatsApp) eru notendur um 2,6 milljarðar á degi hverjum. 3,3 milljarðar nota forritin í hverjum mánuði. Draga úr vægi stjórnmála Í samtali við fjárfesta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, að verið væri að skoða hvernig hægt væri að draga úr vægi stjórnmála í Facebook-veitu fólks. Það er að segja að breyta samfélagsmiðlinum á þá leið að fólk sæi minna efni frá stjórnmálasamtökum á Facebook. Þetta var gert í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember og nú stendur til að gera þetta á heimsvísu, samkvæmt umfjöllun CNN. Hlusta má á samtal forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Upptakan er rúmlega klukkutíma löng en ávarp Zuckerberg hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér má sjá yfirlit yfir fjölda þeirra sem nota Facebook á hverjum degi. Zuckerberg sjálfur segir á Facebooksíðu sinni að neytendur hafi gert þeim ljóst að þeir vilji ekki pólitík og deilur sem þeim tengjast á síðum sínum. Hann segir þó að verið sé að leita bestu leiðanna til að gera þetta. „Svo það sé á hreinu, auðvitað munu notendur enn geta tekið þátt í starfsemi stjórnmálasamtaka og umræðu ef það vill. Það getur verið mikilvægt og hjálpsamt og leitt til stofnunar grasrótarhreyfingar, mótmæla óréttlæti, eða læra frá fólki með öðruvísi sjónarmið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann segir að þessi vinna hafi í raun staðið yfir í nokkurn tíma og markmiðið sé að „lækka hitastigið og draga úr deilum“ í umræðu og samfélögum Facebook. I just shared our community update and quarterly results. There are four big themes I'm focused on for the year ahead:...Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, 27 January 2021 Skaut fast á Apple Zuckerberg skaut sömuleiðis föstum skotum að Apple í gærkvöldi. Apple breytt nýverið persónuverndarreglum sínum og gæti breytingin gert Facebook erfiðara að auglýsa í tækjum Apple. Í samtalinu í gær sagði Zuckerberg að forsvarsmenn Apple hefðu fórnað hag notenda fyrir sinna fyrir eigin hag. Hann sagði sömuleiðis að Apple væri að verða einhver stærsti samkeppnisaðili Facebook og þá að hluta til vegna skilaboða í símum Apple. Apple mun bráðum krefjast þess að forrit í tækjum fyrirtækisins biðji notendur um leyfi til að safna gögnum um hvaða tæki þeir eru að nota og að sniða megi auglýsingar að þeim og þeim breytingum hefur verið mótmælt innan veggja Facebook og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að það muni koma niður á tekjum þess, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hér má sjá frá hvaða heimshlutum tekjur Facebook koma. Zuckerberg sagði í gær að þó forsvarsmenn Apple segðu að breytingin væri til komin vegna persónuverndarsjónarmiða, væri það ekki raunin. Apple væri að styrkja eigin stöðu gagnvart Facebook. Hann sagði mikilvægt fyrir fólk að vita það, því Facebook og aðrir myndu halda áfram að mótmæla þessum breytingum. Forsvarsmenn Facebook sögðu ákveðna óvissu ríkja varðandi árið 2021. Það yrði erfitt að halda þessar miklu tekjuaukningu áfram en greinendur segja ljóst að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi hjálpað Facebook mjög á síðasta ári. Facebook Apple Samfélagsmiðlar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það er rúmlega 50 prósenta aukning frá sama tímabili 2019 en tekjur fyrirtækisins á ársfjórðunginum voru 28 milljarðar dala og samsvarar það um þriðjungsaukningu á milli ára. Eins og sjá má á þessu súluriti eru nánast allar tekjur Facebook til komnar vegna auglýsinga. Notendum Facebook fjölgaði töluvert og nota tæplega 1,8 milljarðar manna Facebook á degi hverjum. Tæplega 2,8 milljarðar nota Facebook í hverjum mánuði en þegar kemur að öllum forritum Facebook (Facebook, Instagram, Messengar og WhatsApp) eru notendur um 2,6 milljarðar á degi hverjum. 3,3 milljarðar nota forritin í hverjum mánuði. Draga úr vægi stjórnmála Í samtali við fjárfesta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, að verið væri að skoða hvernig hægt væri að draga úr vægi stjórnmála í Facebook-veitu fólks. Það er að segja að breyta samfélagsmiðlinum á þá leið að fólk sæi minna efni frá stjórnmálasamtökum á Facebook. Þetta var gert í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember og nú stendur til að gera þetta á heimsvísu, samkvæmt umfjöllun CNN. Hlusta má á samtal forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Upptakan er rúmlega klukkutíma löng en ávarp Zuckerberg hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér má sjá yfirlit yfir fjölda þeirra sem nota Facebook á hverjum degi. Zuckerberg sjálfur segir á Facebooksíðu sinni að neytendur hafi gert þeim ljóst að þeir vilji ekki pólitík og deilur sem þeim tengjast á síðum sínum. Hann segir þó að verið sé að leita bestu leiðanna til að gera þetta. „Svo það sé á hreinu, auðvitað munu notendur enn geta tekið þátt í starfsemi stjórnmálasamtaka og umræðu ef það vill. Það getur verið mikilvægt og hjálpsamt og leitt til stofnunar grasrótarhreyfingar, mótmæla óréttlæti, eða læra frá fólki með öðruvísi sjónarmið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann segir að þessi vinna hafi í raun staðið yfir í nokkurn tíma og markmiðið sé að „lækka hitastigið og draga úr deilum“ í umræðu og samfélögum Facebook. I just shared our community update and quarterly results. There are four big themes I'm focused on for the year ahead:...Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, 27 January 2021 Skaut fast á Apple Zuckerberg skaut sömuleiðis föstum skotum að Apple í gærkvöldi. Apple breytt nýverið persónuverndarreglum sínum og gæti breytingin gert Facebook erfiðara að auglýsa í tækjum Apple. Í samtalinu í gær sagði Zuckerberg að forsvarsmenn Apple hefðu fórnað hag notenda fyrir sinna fyrir eigin hag. Hann sagði sömuleiðis að Apple væri að verða einhver stærsti samkeppnisaðili Facebook og þá að hluta til vegna skilaboða í símum Apple. Apple mun bráðum krefjast þess að forrit í tækjum fyrirtækisins biðji notendur um leyfi til að safna gögnum um hvaða tæki þeir eru að nota og að sniða megi auglýsingar að þeim og þeim breytingum hefur verið mótmælt innan veggja Facebook og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að það muni koma niður á tekjum þess, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hér má sjá frá hvaða heimshlutum tekjur Facebook koma. Zuckerberg sagði í gær að þó forsvarsmenn Apple segðu að breytingin væri til komin vegna persónuverndarsjónarmiða, væri það ekki raunin. Apple væri að styrkja eigin stöðu gagnvart Facebook. Hann sagði mikilvægt fyrir fólk að vita það, því Facebook og aðrir myndu halda áfram að mótmæla þessum breytingum. Forsvarsmenn Facebook sögðu ákveðna óvissu ríkja varðandi árið 2021. Það yrði erfitt að halda þessar miklu tekjuaukningu áfram en greinendur segja ljóst að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi hjálpað Facebook mjög á síðasta ári.
Facebook Apple Samfélagsmiðlar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira