Eignin sem við fáum ekki greitt fyrir Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. janúar 2021 16:00 Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Persónuvernd hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og mun án nokkurs vafa verða það áfram um ókomna framtíð. Umræðuefnið kann þó að vera orðið þreytandi fyrir marga. Langar persónuverndarstefnur og skilmálar áreita okkur á hinum ýmsu vefsíðum. Gjarnan, og kannski eðlilega, nennum við ekki að lesa í gegnum hinn langa og óskiljanlega texta og samþykkjum hann þegjandi og hljóðlaust. En það er mikilvægt að átta sig á hvað þarna liggur undir. Upplýsingasöfnun um einstaklinga hefur stóraukist á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við erum farin að nota öpp í tengslum við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem til að skrá niður hvað við borðum, hvernig við hreyfum okkur, til að greiða fyrir vöru og þjónustu og svo mætti lengi áfram telja. Í sumum tilfellum erum við hvött til að taka okkur frí frá snjallsímanum og gera eitthvað annað, til dæmis hugleiða. En síminn er þá auðvitað líka með lausn fyrir það, þú getur að sjálfsögðu náð þér í hugleiðsluapp. Málið er ekki bara að við erum að láta af hendi allar þessar upplýsingar um okkur sem liggja svo einhvers staðar ósnertar. Þessar upplýsingar gefa miklar vísbendingar um hver við erum í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa lært að nýta það sem verðmæti og oftar en ekki hafa þau gert það á bak við tjöldin. Löggjafinn hefur viljað bregðast við þessu og nú er skýr krafa um að fyrirtæki upplýsi okkur um hvað þau gera með okkar persónuupplýsingar. Af þeim sökum kunna óþolandi persónuverndarstefnur að birtast okkur í tíma og ótíma. Sum fyrirtæki hafa selt okkur þá hugmynd að þjónustan þeirra sé ókeypis. Hið rétta er þó að við höfum greitt þeim fyrir þjónustuna með okkar upplýsingum og einkalífi. Því meira sem við látum af því af hendi, þeim mun betur kynnast þau okkur. Eftir því sem þau kynnast okkur betur, þeim mun auðveldara er fyrir þau að birta okkur viðeigandi efni. Slíkt laðar að sjálfsögðu auglýsendur að sem eru tilbúnir að greiða fyrir sitt pláss. Okkar upplýsingar tilheyra okkur og eru okkar eign. Sannleikurinn er sá að mörg fyrirtæki hafa fengið okkar upplýsingar frítt og hagnast gífurlega. Með réttu ættum við að spyrja okkur hvort ekki væri rétt af þeim að greiða okkur fyrir að nota þjónustuna þeirra og veita aðgang að okkar persónuupplýsingum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Persónuvernd hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og mun án nokkurs vafa verða það áfram um ókomna framtíð. Umræðuefnið kann þó að vera orðið þreytandi fyrir marga. Langar persónuverndarstefnur og skilmálar áreita okkur á hinum ýmsu vefsíðum. Gjarnan, og kannski eðlilega, nennum við ekki að lesa í gegnum hinn langa og óskiljanlega texta og samþykkjum hann þegjandi og hljóðlaust. En það er mikilvægt að átta sig á hvað þarna liggur undir. Upplýsingasöfnun um einstaklinga hefur stóraukist á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við erum farin að nota öpp í tengslum við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem til að skrá niður hvað við borðum, hvernig við hreyfum okkur, til að greiða fyrir vöru og þjónustu og svo mætti lengi áfram telja. Í sumum tilfellum erum við hvött til að taka okkur frí frá snjallsímanum og gera eitthvað annað, til dæmis hugleiða. En síminn er þá auðvitað líka með lausn fyrir það, þú getur að sjálfsögðu náð þér í hugleiðsluapp. Málið er ekki bara að við erum að láta af hendi allar þessar upplýsingar um okkur sem liggja svo einhvers staðar ósnertar. Þessar upplýsingar gefa miklar vísbendingar um hver við erum í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa lært að nýta það sem verðmæti og oftar en ekki hafa þau gert það á bak við tjöldin. Löggjafinn hefur viljað bregðast við þessu og nú er skýr krafa um að fyrirtæki upplýsi okkur um hvað þau gera með okkar persónuupplýsingar. Af þeim sökum kunna óþolandi persónuverndarstefnur að birtast okkur í tíma og ótíma. Sum fyrirtæki hafa selt okkur þá hugmynd að þjónustan þeirra sé ókeypis. Hið rétta er þó að við höfum greitt þeim fyrir þjónustuna með okkar upplýsingum og einkalífi. Því meira sem við látum af því af hendi, þeim mun betur kynnast þau okkur. Eftir því sem þau kynnast okkur betur, þeim mun auðveldara er fyrir þau að birta okkur viðeigandi efni. Slíkt laðar að sjálfsögðu auglýsendur að sem eru tilbúnir að greiða fyrir sitt pláss. Okkar upplýsingar tilheyra okkur og eru okkar eign. Sannleikurinn er sá að mörg fyrirtæki hafa fengið okkar upplýsingar frítt og hagnast gífurlega. Með réttu ættum við að spyrja okkur hvort ekki væri rétt af þeim að greiða okkur fyrir að nota þjónustuna þeirra og veita aðgang að okkar persónuupplýsingum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun