Útihlaupið veldur Kristófer enn vandræðum Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 13:00 Kristófer Acox er algjör máttarstólpi í liði Vals, með flest stig og flest fráköst að meðaltali í leik. vísir/vilhelm Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ekki jafnað sig til fulls af kálfameiðslum sem hann hlaut í útihlaupi þegar æfingar innanhúss voru bannaðar fyrr í vetur. Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar. Dominos-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar.
Dominos-deild karla Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum