Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálfsjálfvirkur riffill gerður upptækur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 09:34 Maðurinn var dæmdur til greiðslu hundrað þúsund króna sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira