„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 12:11 Guðlaugur Þór Þórðarson fékk líflátshótanir árið 2019. Vísir/Vilhelm Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“ Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“
Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35
Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43