Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:00 Ungur maður skimaður fyrir kórónuveirunni á Gaza. Getty/Ali Jadallah Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza. Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza.
Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira