Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:00 Ungur maður skimaður fyrir kórónuveirunni á Gaza. Getty/Ali Jadallah Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza. Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza.
Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira