Tvær flugur, eitt kjördæmi Starri Reynisson skrifar 1. febrúar 2021 10:30 Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Kjördæmaskipan Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun