Hendrickx er 27 ára gamall og kemur til KA frá Lommel í Belgíu. Hann hefur spilað 78 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim tvö mörk.
Hendrickx lék síðast á Íslandi með Breiðabliki fyrri hluta tímabilsins 2019 en var einnig hjá Blikum sumarið 2018. Áður hafði hann tekið þátt í fjórum tímabilum með FH.
Á vef KA segir að Hendrickx sé væntanlegur til landsins í vikunni ásamt félaga sínum Sebastiaan Brebels sem einnig samdi við KA á dögunum.