Trump situr á digrum sjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 16:00 Þó Donald Trump sé farinn úr Hvíta húsinu er hann ekki hættur í pólitík. Getty/Pete Marovich Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira