Trump situr á digrum sjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 16:00 Þó Donald Trump sé farinn úr Hvíta húsinu er hann ekki hættur í pólitík. Getty/Pete Marovich Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira