Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2021 18:32 Loðnunni landað úr grænlenska skipinu Polar Amaroq á Eskifirði á laugardag. SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag. Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í grænlensku útgerðinni. Yfirmenn Polar Amaroq eru íslenskir, þeirra á meðal skipstjórinn Sigurður Grétar Guðmundsson, sem tók meðfylgjandi myndir af lönduninni. Segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný. Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu, að því er vefur Síldarvinnslunnar greinir frá. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stykki í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni. Loðnan kom í öskjum eftir að hafa verið fryst um borð.SVN/Sigurður Grétar Guðmundsson Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni og var í dag statt um 50 mílur austnorðaustur af Langanesi. Sigurður Grétar skipstjóri sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að skipið væri búið að taka eitt tæplega 300 tonna hol og annað 90 tonna og væri unnið að frystingu um borð. Fimm norsk skip eru einnig að hefja loðnuveiðar úr kvóta Noregs við Ísland. Sigurður Grétar sagði þrjú norsk skip komin á veiðislóð við Hvalbak og tvö önnur á leiðinni. Viðamiklum loðnuleitarleiðangri undir stjórn Hafrannsóknastofnunar lauk um helgina. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson komu aftur til Hafnarfjarðar í gær og sex uppsjávarveiðiskip, sem tóku þátt í leitinni, sneru flest til hafna á laugardag. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi inn til Hafnarfjarðar í hádeginu í gær eftir vikulangan leiðangur umhverfis Ísland.KMU Búist hafði verið við niðurstöðum á morgun. Útreikningum fiskifræðinga seinkar hins vegar þar sem kvarða þarf bergmálsmælinn í Berki NK. „Það fer maður frá okkur austur á morgun til þess. Að því fengnu fáum við nýjan leiðréttingarstuðul fyrir það skip. Annað verður reiknað og klárt. Síðan þarf að reikna gögnin frá Berki inn í og svo afránslíkanið fyrir allt. Það stefnir því í að lokaniðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudag,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í dag.
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35
Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45