Bauð skjólstæðingi hans þrettán milljónir fyrir fimm daga og talaði um að vera hennar „Sugar daddy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 08:31 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur og Evert Víglundssyni. Instagram/@snorribaron Það fauk í umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson þegar hann las tölvupóst frá ríkum manni í Bandaríkjunum sem vildi kynnast íslenskri íþróttakonu betur. Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa. CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa.
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sjá meira