Fjallið mældi COVID-áhrifin á sig með því að gera armbeygjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson keppir við Eddie Hall í Las Vegas í september þar sem kraftajötnarnir tveir ætla endanlega að gera upp sín mál. Instagram/@thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn aftur af stað eftir kórónuveirusmit en hann er þó ekki hundrað prósent. Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira