Össur hagnaðist um milljarð í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 08:25 Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“ Markaðir Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“
Markaðir Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira