Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Víðir Reynisson, Arnar Þór Gíslason og Þórólfur Guðnason. Vísir Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira