„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“ Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 11:18 Guðmundur Gunnarsson hittir beint í mark meðal Vestfirðinga þegar hann hæðist að auglýsingaskilti Orkunnar og þá ekki síður hinu „góða“ tilboði: „Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum“. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins „Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“ Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“
Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01