Moderna vill fjölga skömmtum í hverju glasi til að auka framleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 14:03 Geyma þarf bóluefni Moderna við um 20 gráðu frost. Charlie Riedel/AP Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna vill fjölga þeim skömmtum sem fást úr hverju hettuglasi af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Með þessu hyggst Moderna auka framleiðslugetu sína sem nálgast nú milljón bóluefnaskammta á dag. Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34
Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent