Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 09:01 Diego Maradona með dætrum sínum Dölmu og Gianninu ásamt fyrrum eiginkonu sinni Claudiu Villafane á góðri stund í Cannes í Frakklandi árið 2008. Getty/Pascal Le Segretain Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns. Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi. „Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni. Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021 Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi. Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni. „Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá. Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC— C5N (@C5N) February 1, 2021 Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna. „Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina. Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést. Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona. Andlát Diegos Maradona Fótbolti Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Dalma hefur sagt frá því hvernig henni leið þegar hún hlustaði á upptöku af samtali skurðlæknisins Leopoldo Luque og sjúkraþjálfarans Agustina Cosachov á dauðastund föður síns. Einksamtal milli þeirra Luque og Cosachov frá 25. nóvember síðastliðnum var tekið upp og síðan lekið í fjölmiðla. Cosachov var í húsi Maradona þegar hann lést og var þarna að láta Luque vita af því hvað væri í gangi. „Við komum inn í herbergið og hann var kaldur, kaldur,“ segir í upptökunni. „Við fundum engan púls en við byrjuðum endurlífgun og hann fékk smá lit aftur og við skulum segja, fékk smá hita í skrokkinn. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur og svo kom sjúkrabíllinn. Núna eru þeir að huga að honum,“ segir í upptökunni. Dalma Maradona apuntó contra el médico Luque tras la difusión de audios del día de la muertehttps://t.co/LPzb7pXmBF— Agencia Télam (@AgenciaTelam) January 31, 2021 Maradona dó þarna sextíu ára gamall en þá voru liðnar tvær vikur frá því að hann gekkst undir heilaaðgerð á spítala í Buenos Aires. Luque framkvæmdi aðgerðina á Maradona og hafði fyrir andlátið lýst honum sem erfiðum sjúklingi. Það fékk mjög á Dölmu Maradona að hlusta á upptökuna. Hún segir að lögfræðingur og umboðsmaður föður síns, Matias Morla, beri ábyrgð á dauða hans með Luque lækni. „Ég hlustaði á upptökuna á samtali Luque og sjúkraþjálfarans og ég ældi. Það eina sem ég bið um er að guð sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt,“ sagði Dalma Maradona í samtali við argentínska fjölmiðla sem ESPN greinir frá. Dalma Maradona explotó contra Leopoldo Luque y Matías Morla tras la filtración de los chats https://t.co/lzMfVhAAdb pic.twitter.com/cQjSx1NtFC— C5N (@C5N) February 1, 2021 Giannina, systir Dölmu, var einnig mjög ósátt eftir að hafa hlustað á upptökuna. „Sannleikurinn sigrar alltaf. Þið tveir munuð fara í fangelsi,“ sagði Giannina. Hvorki áfengi né eiturlyf voru í blóði Diego Maradona þegar hann lést. Leitað var bæði á heimili og skrifstofu Leopoldo Luque læknis til að komast að því hvaða lyf hann gaf Maradona og hvaða aðferðum hann og aðstoðarmenn hans beittu í meðferðina á Maradona.
Andlát Diegos Maradona Fótbolti Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira