Nespresso á Íslandi til sölu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 09:33 Rekstur Nespresso hér á landi virðist ganga vel ef marka má fjárfestakynningu. Getty/Yuriko Nakao Eigendur eignarhaldsfélagsins Perroy, umboðsaðila Nespresso á Íslandi, hafa ákveðið að bjóða allt hlutafé félagsins til sölu. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Í fréttinni er vísað í fjárfestakynningu og að þar komi fram að tekjur félagsins hafi aukist um nærri fimmtíu prósent í fyrra. Tekjurnar voru 1.238 milljónir króna og þá jókst hagnaður fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nærri þrefalt og var 175 milljónir á árinu 2020. Perroy opnaði fyrstu Nespresso- verslunina í Kringlunni í lok nóvember 2017 en í maí 2019 var önnur verslun opnuð í Smáralind. Tekjurnar af versluninni í Kringlunni námu 425 milljónum króna og tekjurnar af búðinni í Smáralind voru 330 milljónir. Þá starfrækir félagið einnig netverslun en fram kemur í fjárfestakynningunni tekjur vegna hennar hafi verið 372 milljónir króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 52 prósent og engar langtímaskuldir hvíla á því. Varða Capital er stærsti hlutihafi Perroy með 75,5 prósent hlut en Varða er í eigu þeirra Gríms Garðarssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar og viðskiptafélaga þeirra Edwards Schmidt. Þá á félagið Hagan Holdin, sem er í eigu Jónasar, með 14,5 prósenta hlut og RE22, sem er í eigu Jóns Björnssonar, forstjóra Origo, tíu prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með söluferlinu. Verslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Í fréttinni er vísað í fjárfestakynningu og að þar komi fram að tekjur félagsins hafi aukist um nærri fimmtíu prósent í fyrra. Tekjurnar voru 1.238 milljónir króna og þá jókst hagnaður fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nærri þrefalt og var 175 milljónir á árinu 2020. Perroy opnaði fyrstu Nespresso- verslunina í Kringlunni í lok nóvember 2017 en í maí 2019 var önnur verslun opnuð í Smáralind. Tekjurnar af versluninni í Kringlunni námu 425 milljónum króna og tekjurnar af búðinni í Smáralind voru 330 milljónir. Þá starfrækir félagið einnig netverslun en fram kemur í fjárfestakynningunni tekjur vegna hennar hafi verið 372 milljónir króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 52 prósent og engar langtímaskuldir hvíla á því. Varða Capital er stærsti hlutihafi Perroy með 75,5 prósent hlut en Varða er í eigu þeirra Gríms Garðarssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar og viðskiptafélaga þeirra Edwards Schmidt. Þá á félagið Hagan Holdin, sem er í eigu Jónasar, með 14,5 prósenta hlut og RE22, sem er í eigu Jóns Björnssonar, forstjóra Origo, tíu prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með söluferlinu.
Verslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira