„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:46 Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í viðtalinu eftir leikinn á móti Stjörnunni en hún fagnaði því að þurfa ekki að horfa á fleiri leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. S2 Sport Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira