#TheDress gengur aftur: Er steinn í avókadóinu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:03 „Hvernig er kjóllinn á litinn?“ var spurning ársins 2015. Nú er það avókadóið. Margir muna eftir kjólnum alræmda sem fór eins og eldur í sinu um netheima í ársbyrjun 2015. Allir höfðu skoðun á málinu og fólk skipaði sér í fylkingar eftir því hvort það sá hvítan og gylltan kjól eða bláan og svartan. Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár. Lífið Grín og gaman Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár.
Lífið Grín og gaman Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira