Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Heimsljós 5. febrúar 2021 14:01 Rauði krossinn Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Hálfu ári eftir sprenginguna miklu við höfnina í Beirút í Líbanon heldur Rauði krossinn í Líbanon áfram að styðja við samfélagið, meðal annars með aukinni fjárhagsaðstoð til íbúa. Um 45 prósent þeirra lifa undir fátæktarmörkum. Forgangsverkefni Rauða krossins er að finna leiðir til þess að halda áfram að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í sprengingunni létust um 200 manns, um sex þúsund slösuðust og um 300 þúsund misstu heimili sín. Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að aðstæður í Líbanon séu erfiðar og gríðarleg fjölgun hafi verið í COVID-19 smitum á síðastliðnum vikum. Minnt er á að í Líbanon sé flest fóttafólk miðað við höfðatölu, fyrst og fremst frá nágrannaríkjunum Palestínu og Sýrlandi. Rauði krossinn í Líbanon hefur dreift hjálpargögnum á svæðinu, safnað blóði og sinnt sjúkraflutningum til rúmlega 250 þúsund einstaklinga auk fjölda annarra verkefna. „Almenningur og utanríkisráðuneytið studdu myndarlega við neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í ágúst sl. en alls söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna sem runnu til Rauða krossins í Líbanon. Ljóst er að enn er mikið verk fyrir höndum og heimsfaraldur gerir uppbygginguna ekki auðveldari,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Líbanon Sprenging í Beirút Þróunarsamvinna Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Hálfu ári eftir sprenginguna miklu við höfnina í Beirút í Líbanon heldur Rauði krossinn í Líbanon áfram að styðja við samfélagið, meðal annars með aukinni fjárhagsaðstoð til íbúa. Um 45 prósent þeirra lifa undir fátæktarmörkum. Forgangsverkefni Rauða krossins er að finna leiðir til þess að halda áfram að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í sprengingunni létust um 200 manns, um sex þúsund slösuðust og um 300 þúsund misstu heimili sín. Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að aðstæður í Líbanon séu erfiðar og gríðarleg fjölgun hafi verið í COVID-19 smitum á síðastliðnum vikum. Minnt er á að í Líbanon sé flest fóttafólk miðað við höfðatölu, fyrst og fremst frá nágrannaríkjunum Palestínu og Sýrlandi. Rauði krossinn í Líbanon hefur dreift hjálpargögnum á svæðinu, safnað blóði og sinnt sjúkraflutningum til rúmlega 250 þúsund einstaklinga auk fjölda annarra verkefna. „Almenningur og utanríkisráðuneytið studdu myndarlega við neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í ágúst sl. en alls söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna sem runnu til Rauða krossins í Líbanon. Ljóst er að enn er mikið verk fyrir höndum og heimsfaraldur gerir uppbygginguna ekki auðveldari,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Líbanon Sprenging í Beirút Þróunarsamvinna Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent