Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:05 Hinum 22 ára Uhunoma Osayomore verður vísað úr landi að óbreyttu. AÐSEND Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021 Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021
Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17